Flateyri: keypt hreinsistöð fyrir fráveitu

Frá Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt kaup á hreinsivirkistöð á Flateyri, sem er hreinsistöð fyrir fráveitu í gámaeiningu. Kaupverð eru rúmar 12 m.kr. auk annars kostnaðar svo sem vegna flutnings á staðinn. Um er að ræða bein kaup sem er undantekning frá 11. gr innkaupareglna Ísafjarðarbæjar, þar sem verðfyrirspurn var ekki líkleg til árangurs. Seljandi er Iðnver ehf. Gert er ráð þessum innkaupum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs segir að innkaupin séu undir viðmiðunarfjárhæðum útboðsskyldu.

DEILA