Fiskmarkaður Vestfjarða kaupir 48% í FMS

Fiskmarkaðurinn í Bolungavík. Mynd: Björgvin Bjarnason.

Fiskmarkaður Vestfjarða ehf í Bolungavík hefur keypt 48% hlut í MS hf og hafa fyrirtækin verið sameinuð undir nafni FMS. Samúel Samúelsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestfjarða staðfestir þetta. Með sameiningu félaganna verður Fiskmarkaður Vestfjarða stærsti einstaki eigandi að FMS.

Einar Guðmundsson frá Bolungavík er framkvæmdastjóri FMS og Jakob Valgeir Flosason er stjórnarformaður Fiskmarkaðs Vestfjarða.

Tekjur FMS árið 2021 voru um 1 milljarður króna og tekjur Fiskmarkaðs Vestfjarða um 450 m.kr. FMS rekur fiskmarkað m.a. á Patreksfirði og Ísafirði auk þess að eiga hlut í Fiskmarkaði Hólmavíkur.

DEILA