Fiskistofa og Landhelgisgæslan undirrita samkomulag um fiskveiðieftirlit

Georg og Ögmundur undirrita samkomulagið

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Ögmundur Haukur Knútsson, Fiskistofustjóri, undirrituðu á dögunum  samkomulag um samvinnu og samstarf í tengslum við fiskveiðieftirlit.

Landhelgisgæsla Íslands og Fiskistofa hafa um langt skeið haft með sér samvinnu um fiskveiðieftirlit. 

Samkomulag þetta byggir því á árangursríku samstarfi stofnananna og vilja beggja aðila til að efla samstarf sín á milli í tengslum við eftirlit með fiskveiðum. 

Nú er verið að formfesta þessa samvinnu, tryggja upplýsingamiðlun á milli stofnananna og samhæfa viðbrögð, markmið og áherslur í fiskveiðieftirliti.

DEILA