Ferðafélag Ísfirðinga: Jónsmessuferð á Töflu í Dýrafirði (Kaldidalur – Hjarðardalur) – 2 skór

Laugardaginn 24. júní

Fararstjóri: Sighvatur Jón Þórarinsson

Mæting kl. 18 við Bónus og 18.30 við Höfða í Dýrafirði

Ferðin hefst rétt neðan við bæinn í Fremri Hjarðardal. Þar er farið upp gróna hliðina og hjalla þar ofar. Smávægileg urð og grjót geta orðið á leiðinni upp á fjallið. Hlíðin er drjúg og getur tekið á óvana fætur. Þegar upp á brúnina er komið er aflíðandi halli fram undan með fönnum, malarbörðum og grjóti. Þegar nær dregur Töflunni er gróft grjót en ekki stórgrýtt. Taflan sjálf er í tæplega 700 m hæð. Grýtt upp á og tvær vörður taka þar á móti okkur. Eftir stopp á Töflunni er haldið fram fjallið og hækkum við okkur í um 730 m þar sem hæðst er farið. Þessi ganga ætti að vera þægileg en spurning um snjóalög. Gengið er á snjó niður í Kaldadal og ef bjart er og stillt veður er alveg eins von á því að þar sé KALT. Muna því að hafa hlý föt með – vettlinga og húfu. Þegar komið er niður úr Kaldadal beygjum við til hægri og höldum heim og niður Hjarðardalinn – reynum að fylgja kindagötum sem liggja þar hátt í dalnum en vísa okkur veginn niður á við og síðan fyrir ofan túns í Hjarðardal og endum á upphafs punkti ferðarinnar.

Ferðin ætti ekki að taka meira en 5 – 6 tíma en að sjálfsögðu, eins og í öllum gönguferðum, ræður sá síðasti. Vanmetið ekki leiðina.

DEILA