Bolungavík: markaðshelgin hófst í gær

Frá markaðshelginni í Bolungarvík.

Markaðshelgin í Bolungavík hófst í gær. Meðal atriða voru skrautfjaðrir Bolungavíkur, þar sem sérleg dómnefnd skoðaði hús og valdi vinningshafa. Tilkynnt verður í dag kl 15 um vinningahafa. Þá var konukvöld í Bjarnabúð í gærkvöldi.

Í dag verður Markaðsmótið í golfi og hefst það kl 17 á Syðridalsvelli. Skrúðgangan hefst kl 19:30 og brekkusöngur hefst kl 20 í Stebbalaut. Sungið við bálköst.

Á morgun verður vegleg dagskrá. Ósvör er opin og sundlaugin og auk þess:

12:00  Afmælisskákmót Daða Guðmundssonar á Verbúðinni til 15:00
13:00 Markaðstorgið, fjölbreytt, alþjóðlegt og skemmtilegt við Félagsheimilið
13:00 Krakkafjör, hoppukastalar og fleira skemmtilegt
13:00 Andlits – og skrautmálun
13:30 Tónlistarskólinn – popp og rokktónleikar
14:00 Loftboltar við Aðalstræti
14:00 Hrafnkell í Celebs leikur nokkur lög
14:15 Leiklist í Bolungarvík – Blekbóndinn Elfar Logi les upp úr bók sinni
15:00 Stigið á bak með hestafélaginu Gný
15:00 Verðlaunaafhending fyrir best skreytta húsið
20:00 Óvænt sprell á Verbúðinni.

DEILA