Bolafjall: vegurinn opnaður í gær og utanríksráðherrar skoðuðu pallinn

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri og Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs og milli þeirra er Þórdís Gylfadóttir, utanríkisráðherra.

Vegurinn upp á Bolafjall var loksins opnaður í gær, en staðið hefur á leyfi frá Landhelgisgæslunni. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna, sem nú eru á fundi á Ísafirði gripu tækifærið og fóru í gærkvöldi og skoðuðu útsýnispallinn. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík sagði að vegurinn væri í toppstandi og að veðrið þessa dagana væri til þess að upplifa kvöldsólina og horfa yfir Djúpið.

Lars Lökke Rasmussen utanríkisráðherra Dana birti þessa mynd af sér á Bolafjalli í gærkvöldi með textanum: Fantastisk sted nær polarcirklen i Island. 625 meter over havet – og næsten frit fald.

DEILA