Hátíðin Bíldudals grænar baunir hefst í dag með golfmóti á Hóli á Bíldudal. Vegleg dagskrá verður allt fram á sunnudag.
Gestum verður boðið upp á kjötsúpu á morgun í Baldurshaga, félagsheimilinu á Bíldudal frá kl 18 og Eyþór Ingi verður með tónleika þar sem hefjast kl 20.
Hátíðin verður formlega sett á föstudagskvöldið kl 20:30 á Tungunni með varðeldi og söng. Tónleikar verða víða um þorpið frá kl 11 um morguninn til kvölds.
Hátíðin er haldin annað hvert ár og taka brottfluttir Arnfirðingar mikinn þátt í undirbúningi og hátíðahöldunum með heimamönnum.