Auðlindin okkar frestar tillögugerð í tvo mánuði

Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Nú hefur verið ákveðið að fresta kynn­ingu á end­an­leg­um til­lög­um starfs­hópa verk­efn­is­ins Auðlind­in okkar fram í ág­úst en upp­haf­lega stóð til að kynna til­lög­urn­ar í næstu viku.

Í framhaldinu verða undirbúnar lagabreytingar sem áætlað er að verði lagðar fram á vorþingi 2024.

Niðurstöðurnar eru afurð vinnu fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra skipaði í júní 2022, m.a. til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Starfshóparnir hafa greint áskoranir og tækifæri á afmörkuðum sviðum; samfélagi, aðgengi, umgengni og tækifærum og eru, ásamt samráðsnefnd, skipuð samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 28. nóvember 2021.

Samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu ásamt gestum annars fundar nefndarinnar sem haldinn var 15. september 2022

DEILA