Næstkomandi sunnudag þann 14. maí kl. 16 mun Kvennakór Ísafjarðar fagna vorinu og komandi sumri með vortónleikum í Ísafjarðarkirkju.
Yfirskrift tónleikanna er Sælt vertu vor!
Kvennakórskonur eru nýkomnar heim af Landsmóti íslenskra kvennakóra þar sem þær sungu í Eldborgarsal Hörpu og í Háskólabíó ásamt fjölmörgum kvennakórum alls staðar að af landinu.
Kórinn flutti tvö lög eftir ísfirska höfunda í Hörpu og fékk mikið lof fyrir. Þessi lög ásamt mörgum öðrum verða flutt á tónleikum kórsins á sunnudaginn.
Stjórnandi kórsins er Bergþór Pálsson og meðleikari á píanó er Judy Tobin.
Efnisskrá tónleikanna er létt, ljúf og skemmtilegt og vafalaust munu tónleikagestir fara heim með vor og yl í hjarta.