Menningar- og ferðamálaráð hefur samþykkt að veita sjö styrki til ýmissa verkefna samtals að fjárhæð 670 þúsund króna auk húsaleigu í tveimur tilvikum.
Foreldrafélag Patreksskóla fékk 100 þúsund króna styrk fyrir fræðslunni Fokk Me – Fokk You.
Eyrún Lind Árnadóttir fékk 150 þúsund króna styrk fyrir uppsetningu hinsegin hátíðar á sunnanverðum Vestfjörðum.
Kómedíuleikhúsið fékk 150 þúsund króna styrk fyrir uppsetningu á sýningunni Tindátunum fyrir eldri borgara á Patreksfirði.
Sögufélag Barðastrandasýslu fékk 140 þúsund króna styrk fyrir útgáfu árbókar Barðastrandasýslu sem kom út í desember 2022.
10. bekkur Patreksskóla og Bíldudalsskóla fékk 130 þúsund króna styrk fyrir menningarferð til Barcelona.
Guðni Agnarsson sækir um styrk fyrir uppsetningu á leikritinu Undurheimar Astrid Lindgren á Bíldudal og Patreksfirði. Veittur var styrkur sem nemur leigu á Baldurshaga og félagsheimili Patreksfjarðar.
Foreldrafélag Bíldudalsskóla fékk styrk fyrir árlegu grímuballi félagsins. Sótt var um styrk sem nemur leigu á Baldurshaga.