Vesturbyggð: 93 m.kr. halli á A – hluta í fyrra

Ráðhús Vesturbyggðar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt ársreikning 2022.

Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 2.142 millj. kr., þar af voru 1.645 millj. kr. vegna A hluta og jukust tekjur A hluta um 9,5% á milli ára. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bæjarsjóðs var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 88 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 55 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 92,8 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 71 millj. kr. 

Skýringuna á mun betri afkomu A og B hluta en bæjarsjóðs eins er einkum að finna í tekjum hafnarsjóðs og góðri afkomu hans. Hafnarsjóður skilaði 168 m.kr. upp í 180 m.kr. viðsnúning á fjárhagslegri afkomu sem er á milli A hluta og samanlagðri afkomu A og B hluta.

Fjárfest var á árinu fyrir 302 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2022 uppá 100 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 177 millj. kr.

Skuldir A hluta námu í árslok 2022 2.107 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.462 millj. kr.

Skuldaviðmið var 82% í árslok 2022 og hafði lækkað um 4% frá árinu 2021.

DEILA