Stúdentagarðar Ísafirði: reisugildi á föstudaginn

Það er góður gangur á byggingu 40 stúdentaíbúða á Ísafirði. Fyrra húsið er risið og var haldið reisugildi á föstudaginn. Það er eistneska fyrirtæki SEVA sem annast framkvæmdirnar og eru einingarnar framleiddar í Eistlandi og fluttar til landsins til samsetningar.

Um 20 starfsmenn eru við störf þessa dagana og verða þeir 25 þegar flestir verða. Eistnesku iðnaðarmennirnir gáfu sér þó lítinn tíma til hátíðahalds í tilefni dagsins, gæddu sér á pizzu og drykk og flöggðu bæði eistneska og íslenskafánanum. Var á þeim að skilja að haldið yrði áfram fram eftir degi við samsetningu eininga.

Búið er að steypa grunninn á seinna húsinu og einingarnar komnar til landsins.

Halldór Halldórsson, stjórnarformaður Stúdentagarða með tveimur eistneskum verktökum.

Jóhann Birkir Helgason, Verkís og Halldór Halldórsson, stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA