Slysavarnardeildin Unnur: gáfu fermingarbörnum reykskynjara

Sólrún og Páll.

Slysavarnardeildin Unnur á Patreksfirði hefur undanfarin 14 ár gefið fermingarbörnum reykskynjara til að setja upp í herbergjum sínum og síðustu tvö árin hafa þau einnig fengið fræðslu um eldvarnir.

Sólrún Ólafsdóttir, formaður deildarinnar segir að því miður sé algengt að kvikni í hleðslutækjum fyrir tölvur og síma og eins í hlaupahjólum.

Sólrún var nýlega með fræðsluerindi fyrir fermingarbörn á Patreksfirði og fékk að koma í kennslustund í Grunnskólanum. Hafði hún með sér Pál Vilhjálmsson, aðalvarðstjóra slökkviliðsins í Vesturbyggð sem m.a. fræddi börnin um hlaupahjól og hvernig getur kviknað í þeim í hleðslu í forstofunni. Slíkur eldur sem kviknar af því að batteríið yfirhleðst verður ekki slökktur með vatni og þarf því að fræða ungmennin um það hvernig bera á sig að við slíkan eld.

Sólrún sagði að fræðslunni hefði verið vel tekið og fermningarbörnin áhugasöm.

Fermingarbörnin, Sólrún Ólafsdóttir og Páll Vilhjálmsson.

Myndir: Arna Vilhjámsdóttir.

DEILA