Síðasti fundurinn um vindorku

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undanfarnar vikur boðið til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku.

Síðasti fundurinn í fundarröðinni fer fram á Hótel KEA á Akureyri í kvöld kl. 19.30 og er hann einnig aðgengilegur í beinu streymi.

 Ráðherra skipaði sumarið 2022 þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum.

Starfshópurinn var skipaður þeim Hilmari Gunnlaugssyni, sem var formaður hópsins, hópsins, Björtu Ólafsdóttur, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrv. alþingismanni.

Víðtækt samráð var haft við hagaðila við gerð skýrslunnar og ákvað starfshópurinn í upphafi að opna sem mest fyrir umsagnir, enda ljóst að viðfangsefnið væri umdeilt, og bárust um 70 umsagnir.

Þá hélt hópurinn um 50 fundi, auk þess sem yfir 100 gestakomur hafa verið hjá starfshópnum og reglulegt samráð viðhaft við Samband íslenskra sveitarfélaga.

https://youtu.be/Pz4_OxYujXc
DEILA