Samþykkt að fella niður gatnagerðargjöld á Þingeyri

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fimmtudaginn að fella niður gatnagerðargjöld af nýbyggingu á lóðinni Vallargötu 25 á Þingeyri. umræddri lóð var úthlutað á fundi bæjarstjórnar, þann 28. mars 2023, til Valdísar Báru Kristjánsdóttur og Björns Drengssonar.

Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir umrædda lóð og hafa endanlegar teikningar ekki borist byggingafulltrúa. Drög að teikningum liggja þó fyrir þar sem gert er ráð fyrir ca. 145 fermetra byggingu. Gatnagerðargjöld vegna þess yrðu um kr. 3.800.000.

Bæjarstjórnin nýtir sér heimild að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum við þegar byggðar götur í Ísafjarðarbæ, sem ekki þarf að leggja í frekari kostnað við gatnagerð og eru auglýstar eru á vef Ísafjarðarbæjar.

Fram kemur í minnisblaði að afar fáar nýbyggingar hafi risið á Þingeyri á síðustu áratugum og byggðarlagið tók þátt í verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir, sem nú er liðið undir lok.

DEILA