Rúmur milljarður í tvær brýr á Vestfjörðum

Fjarðarhornsá. Mynd: Náttúrurstofa Vestfjarða.

Vegagerðin mun á næstunni auglýsa útboð á tveimur brúm á Vestfjörðum og er kostnaður áætlaður samtals liðlega einn milljarður króna. Að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar eru þetta brýrnar sitthvoru megin við Klettsháls yfir Fjarðarhorns- og Skálmardalsár.

G. Pétur segir að byrjað verði í sumar og lokið næsta haust. Hann telur að Fjarðahornsárbrúin ætti að vera klár næsta vor.

Fjármagn kemur af þeim lið sem heitir fækkun einbreiðra brúa á samgönguáætluninni.

Mynd úr skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða frá 2012.

DEILA