Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að opna tvær námur til þess að vinna efni í vegagerð í hreppnum. Annars vegar er um að ræða námu E-6 Klettsháls í landi Kvígindisfjarðar. Þar sótti Vegagerðin um leyfi fyrir 10.000 rúmmetra efnistöku.
Hins vegar var samþykkt efnistökusvæði, E-26 Reykhólar. Heildar efnistaka úr námunni er 10.000 m3. Skv. Skilyrði framkvæmdaleyfis er að efnistöku svæðið skal ekki vera stærra en 5.000 m2 og að efnistöku lokinni verður námufláinn jafnaður og öðru efni í námubörmunum jafnað yfir svæðið. Er ekki þörf á deiliskipulagi fyrir námunni, m.a. út frá lýsingu í aðalskipulagi og umfangi námunnar. Framkvæmd er utan marka verndarsvæða og fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.
Miklar vegagframkvæmdir standa yfir í sveitarfélaginu við gerð nýs Vestfjarðavegar, þverun og brúargerð yfir Þorskafjörð og nýr vegur um Teigsskóg.