Opnun sögusýningar Tónlistarskóla Ísafjarðar

Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskóla Ísafjarðar verður opnuð sögusýning um blómlega starfsemi skólans.

Sýningin verður opnuð miðvikudaginn 3. maí. Byrjað verður á að syngja nokkur vor/sumarlög í Hömrum kl. 17. Samæfingatertan, döðlukakan eftir uppskrift frú Sigríðar Ragnar verður á boðstólum.

Í framhaldinu gefst kostur á að skoða sýninguna á fyrstu hæð skólans.Í kjölfarið verða svo vortónleikar Lúðrasveitanna, kl. 18, Vorþytur.

Velunnara Tónlistarskóla Ísafjarðar eru hvattir til þess að mæta og rifja upp gamla tíma og gerast fróðari um sögu skólans í leiðinni.

Arnheiður Steinþórsdóttir vann að sýningunni og naut aðstoðar Gunnars Bjarna Guðmundssonar við hönnun og útprentun.

DEILA