Merkir Íslendingar – Magnús Torfi Ólafsson

Magnús Torfi Ólafs­son fædd­ist þann 5. maí 1923 á Lamba­vatni á Rauðas­andi.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Ólaf­ur Sveins­son, bóndi þar, f. 1882, d. 1969, og Hall­dóra Guðbjört Torfa­dótt­ir, f. 1884, d. 1928.

Magnús Torfi varð ­stúd­ent frá MA 1944. Hann var blaða­maður við Þjóðvilj­ann 1945-1962 og rit­stjóri 1959-1962. Hann var deild­ar­stjóri í Bóka­búð Máls og menn­ing­ar 1963-1971.

Magnús Torfi var alþing­ismaður Sam­taka frjáls­lyndra og vinstri manna 1971-1978, mennta­málaráðherra 1971-1974 og sam­göngu- og fé­lags­málaráðherra maí til sept­em­ber 1974. Hann var blaðafull­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar 1978-1989.

Magnús Torfi var formaður sendi­nefnd­ar Íslands á um­hverf­is­málaráðstefnu SÞ 1972, í sendi­nefnd Íslands á alls­herj­arþingi SÞ 1974 og 1975 og á haf­rétt­ar­ráðstefnu SÞ 1976, 1977 og 1978. Hann var formaður stjórn­ar Þjóðhátíðarsjóðs 1986-1994.

Kona Magnús­ar Torfa var Hinrika Kristjana Kristjáns­dótt­ir, f. 1920, d. 2010, hjúkr­un­ar­fræðing­ur. Börn þeirra eru þrjú.

Magnús Torfi Ólafsson lést þann  3. nóvember 1998.

Morgunblaðið 6. maí 2023.

DEILA