KONUR Í MEIRIHLUTA KJÖRINNA FULLTRÚA Í SVEITARSTJÓRNUM

Þau tímamót áttu sér stað við sveitarstjórnarkosningarnar 2022 að konur urðu í fyrsta sinn meirihluti kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum eða 50,3%. Þannig náðu 213 konur kjöri og 210 karlar.

Á sama tíma og konur ná meirihluta kjörinna fulltrúa hefur kosningaþátttaka farið minnkandi.

Við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022 voru 276.593 einstaklingar á kjörskrá og greiddu 173.733 þeirra atkvæði í 64 sveitarfélögum. Kosningaþátttaka var 62,8%, mun lægri en í sveitarstjórnarkosningunum 2018 þegar hún var 67,6%.

Kosningaþátttaka kvenna var 64,5%, karla 60,0%

DEILA