KKÍ : þrír leikmenn ættaðir frá Ísafirði heiðraðir

Eva Margrét Kristjánsdóttir. Mynd: karfan.is

Þrír leikmenn ættaðir frá Ísafirði fengu verðurlaun á lokahófi Körfuboltasambands Íslands á föstudaginn var.

Eva Margrét Kristjánsdóttir, leikmaður Hauka, var valin besti íslenski leikmaðurinn í Úrvalsdeild kvenna. Hún lék með með bæði yngri flokkum og meistaraflokki KFÍ.

Diljá Ögn Lárusdóttir var valin besti íslenski leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Faðir hennar er Lárus Mikael Knudsen Daníelsson, margfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum sem lék einnig körfuknattleik með KFÍ.

Kolbrún María Ármannsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Hún lék með yngri flokkum Vestra en faðir hennar er Ármann Múli Karlsson og móðir hennar er Stefanía Helga Ásmundsdóttir sem lék með Grindavík og KFÍ.


DEILA