KERECIS HLÝTUR NORDIC SCALEUP AWARDS

Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis hlaut í gærkvöld Norrænu vaxtarverðlaunin – The Nordic ScaleUp Awards – sem árlega eru veitt norrænu nýsköpunarfyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur og tekjuvöxt.

Verðlaunin voru veitt á hátíðarkvöldverði  Nordic Innovation sem fram fór í speglasal Grand hótelsins í Stokkhólmi þar sem fyrstu Nóbelsverðlaunin voru afhent 1901. Á kvöldverðinum voru samankomnir fulltrúar helstu vaxtarfyrirtækja Norðurlanda ásamt fulltrúum Norðurlandaráðs.

Nordic Innvotion er hluti af Norðurlandaráði og hefur það að markmiði að gera Norðurlönd að öflugu nýsköpunar- og frumkvöðlasvæði, þar sem fyrirtæki geta vaxið hratt og náð árangri á alþjóðlegum markaði með sjálfbærum og góðum lausnum.

Umsvif Kerecis hafi aukist mjög á undanförnum árum og hafa um árabil meira en tvöfaldast árlega og gerir fyrirtækið ráð fyrir hátt í 20 milljarða króna tekjum í ár.

Í ræðu Svein Berg, formanns dómnefndar og forstjóra Nordic Innovation við veitingu verðlaunanna kom eftirfarandi m.a. fram: „Kerecis er hávaxtarfyrirtæki sem byggir á atvinnuhefð Íslands, nýtir aukaafurð frá fiskvinnslu til að búa til verðmæta lækningavöru og hefur vegna takmarkaðs heimamarkaðar og sérþekkingar hugsað útf yrir rammann í ráðningar- og markaðsmálum frá fyrsta degi. Með einstakri tækni og góðum árangri í sölu- og markaðsmálum hefur það alla burði til að skila varanlegum áhrifum fyrir Norrænt atvinnulíf.”

Við viðtöku verðlaunanna sagði Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi og forstjóri Kerecis að „við eigum þennan hraða vöxt að þakka ótrúlega samhentum hópi starfsmanna sem vinna allir sem einn að því að koma sáraroðstækninni okkar og stafrænu lausnunum á frammfæri við heilbrigðisstofnanna þannig að þær standi sjúklingum til boða og bæti möguleika þeirra til bættra lífsgæða og lengra lífs.“ Guðmundur nefndi einnig að megin hluti sölutekna Kerecis komi frá Bandaríkjamarkaði þar sem Norræn fyrirtæki njóti traust og velvilja sem sé í tak við verðlaunin og tilgang þeirra.

Um Kerecis

Kerecis er brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Hjá fyrirtækinu starfa um 500 manns, vörur fyrirtækisins eru framleiddar á Ísafirði, vöruþróun fer fram í Reykjavík og sölu- og markaðsstarf er rekið frá Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss.

DEILA