Ísafjarðarbær: rekstur 2022 í samræmi við fjárhagsáætlun

Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ágúst Atlason.

Lögð hafa verið fram fyrstu drög að ársuppgjöri fyrir 2022 hjá Ísafjarðarbæ. Samkvæmt þeim er rekstrarhalli A og B hluta samtals 149,2 m.kr. en fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á 149,8 m.kr. Reksturinn er því 0,6 m.kr. betri en áætlað var fyrir árið.

Rekstrartekjur samstæðu eru hærri en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 209 m.kr. og rekstrargjöld eru hærri en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 132 m.kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 70,5 m.kr. hærri í kostnaði en áætlun gerði ráð fyrir.

Tekjur af útsvari eru 54 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir og urðu 2.622 m.kr. Tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga urðu 1.105 m.kr sem er 121 m.kr. meira en áætlað var. Aðrar tekjur reyndust 815 m.kr. sem er 162 m.kr. yfir áætlun. Þjónustutekjur urðu 916 mkr. sem er 32 m.kr. undir áætlun.

Útgjaldamegin urðu laun og tengd göld langstærsti liðurinn 3.220 m.kr. en þó 75 m.kr. undir áætlun. Þjónustukaup voru að upphæð 1.085 m.kr. og fóru 94 m.kr. fram úr áætlun. Styrkir og annað námu 528 m.kr. og voru 49 m.kr. umfram fjárhagsáætlun. Þá varð viðhaldskostnaður 315 m.kr. og fór 20 m.kr.fram úr áætlun.

A hlutinn í halla

Rekstrarreikningur A- hluta sérstaklega fyrir árið 2022, sem er bæjarsjóður án stofnana, sýnir nú rekstrarhalla upp á 235,7 m.kr. Fjárhagsáætlun fyrir árið gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á 377 m.kr. Rekstur A hluta er því 141,7 m.kr. betri en áætlað var fyrir árið.

DEILA