Hóll í Firði: vilja tífalda vatnsaflsvirkjun

Eigendur jarðarinnar Hóls í Firði í Önundarfirði hafa óskað eftir því að áform þeirra um stækkun virkjunar í landi jarðarinnar verði tekin með í vinnu við uppfærslu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032.

Þar er í nú dag vatnsaflsvirkjun í Hólsá sem rennur í landi Hóls í Firði. Er sú virkun að framleiða u.þ.b 50kw í dag miða við að nýta 80 m fallhæð og einungis hluta vatnsmagns árinnar.

Áform eigenda eru að fara með inntaksmannvirki hærra í landið og færa stöðvarhús neðar. Þá yrði fallhæð milli 170-180 m og samhliða því að nýta vatnsrennsli árinnar betur gæti virkjunin framleitt 500-600 kw.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar vísaði erindinu til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032.

DEILA