Katrín Pálsdóttir, Bolungavík varð um helgina sigurvegari í „long distance Aquabike“ í aldursflokkum þar sem fyrst voru syntir 3 km og svo 116km hjólaðir. Keppnin fór fram a Ibiza á Spáni. Hún synti á tímanum 49 mínútur og 45 sekúndur og hjólaði á tímanum 3 klukkustundir, 23 mínútur og 41 sekúnda. Heildartími hennar með skiptingu var 4 klukkustundir, 18 mínútur og 31 sekúnda og var hún 45 sekúndum á undan næstu konu.
Þríþautarsamband Íslands segir í frétt um málið að þetta sé í fyrsta skipti sem Ísland eignast heimsmeistara í aldursflokki í tvíþraut.