Grunnskóli Bolungavíkur : fékk verðlaun Landverndar í umhverfismálum

Electronic waste, verkefni nemenda af unglingastigi Grunnskóla Bolungavíkur varð í öðru sæti í samkeppninni Umhverfisfréttafólk. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Grunnskólans.

Landvernd stendur fyrir samkeppni á hverju ári sem ber heitið Ungt umhverfisfréttafólk (Young reporters for the Environment). Verkefnið skapar vettvang fyrir ungt fólk, á aldrinum 12-25 ára, til að koma umhverfismáli að eigin vali á framfæri við almenning með fjölbreyttum leiðum.

Nemendur á unglingastigi Grunnskóla Bolungarvíkur tóku þátt í verkefninu og vöktu verkefni frá þeim athygli.

Í undanúrslit komst verkefni frá þeim Ásberg Júl Guðmundssyni, Dýrleifu Hönnu Guðbjartsdóttur og Sigrúnu Höllu Olgeirsdóttur en þau unnu að gerð Instagramsíðu um matarsóun í Grunnskóla Bolungarvíkur; https://www.instagram.com/matarsoun.gb/

Í úrslit keppninnar komst verkefnið “Electronic Waste” sem unnið var af þeim Lindu Khiansanthia, Oliwier Michal Urbanowski, Salvöru Sól Jóhannsdóttur og Ólafi Hafsteini Sigurðssyni. Hópurinn vann myndband um hversu léleg nýting er á raftækjum og hve lítill hluti þeirra er endurunninn.

Hér má sjá umsögn dómnefndar um verðlauna verkefnin ásamt því að hægt er að horfa á myndbandið “Electronic waste” : Keppnin 2023 – Menntun til sjálfbærni (menntuntilsjalfbaerni.is)

Dómnefnd verkefnisins var skipuð þeim Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur blaðakonu hjá Morgunblaðinu, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfund og Lóu Pind Aldísardóttur leikstjóra og framleiðanda sjónvarpsþátta.

DEILA