Bolungavík: 891 tonna afli í apríl

Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Landað var 891 tonni í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Togarinn Sirrý ÍS var aflahæst með 557 tonn í 6 veiðiferðum. Tveir bátar voru á dragnótaveiðum. Þorlákur ÍS var með 31 tonn og Ásdís ÍS með 88 tonn.

Línubátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS öfluðu vel í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS var með 128 tonn í 14 veiðiferðum og Jónína Brynja ÍS landaði 170 tonnum eftir 19 róðra.
Einn bátur var á grásleppu. Sallý ÍS landaði 4 tonnum og Hjörtur Stapi ÍS var á handfæraveiðum og var með tæpt tonn.

Ísafjörður: 557 tonn

Einungis þrjú skip lönduðu afla í Ísafjarðarhöfn í aprílmánuði. Páll Pálsson ÍS kom með 479 tonn að landi eftir 5 veiðiferðir. Tveir bátar voru á rækjuveiðum. Halldór Sigurðsson ÍS og Valur ÍS og hvar hvor þeirra með 39 tonn.

DEILA