Bolungavík: 299 m.kr. vatnstankur

Tvö tilboð bárust í smíði á vatnstank í Bolungavík fyrir nýja vatnsveitu. Geirnaglinn ehf bauð 410 m.kr. og Þotan ehf 299 m.kr. Kostnaðaráætlun er 270 m.kr. Lægra tilboðið er því um 29 m.kr. hærra en kostnaðaráætlunin.

Drög að verksamningi við Þotuna voru lögð fyrir bæjarráð í gær og jafnframt samþykkt að leggja fyrir bæjarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs upp á 50 m.kr.

Gert er ráð fyrir 130 millj. í fjárhagsáætlun þessa árs fyrir framkvæmdinni og styrkir frá Fiskeldissjóði hafa fengist uppá 66 millj. í fyrra 2022 og í ár 2023. Nýja vatnsveitan sé forsenda fyrir vaxandi matvælavinnslu í bæjarfélaginu.

Nýi tankurinn mun taka um 2,7 milljónir lítra af vatni eða 2.675 rúmmetra sem á að anna núverandi þörf og geta bætt við 30-35%. Búið er að leggja nýja lögn til laxasláturhússins sem er í byggingu á Brjótnum og leggja aðkomuveg að væntanlegum tanki og grafa fyrir honum.

DEILA