Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemd við veitingu á tímabundnu áfengisleyfi í íþróttahúsinu á Torfnesi vegna útskriftar Menntaskólans á Ísafirði í lok maímánaðar næstkomandi. Áætlað er að gestir verði um 300 á aldrinum 19 – 80 ára.
Hins vegar frestaði bæjarráðið afgreiðslu á erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C að Aðalgötu 23, Suðureyri. Sérstaklega er óskað eftir afstöð slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda.
Kjarni rekstrarfélag ehf sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II – C minna gistiheimili fyrir að hámarki 10 gestum.
Bæjarráðið fól bæjarstjóra að afla umsagnar byggingafulltrúa vegna umsagnarbeiðnar hvað varðar þau atriði er lúta eftirliti hans.