Verur á vappi

Verur á vappi er gagnvirk ljósmyndasýning Freyju Rein í Byggðasafni Vestfjarða þar sem gestir fá tækifæri til að stíga inn í sjálft verkið og leysa dulkóða.

Fólk er hvatt til að koma saman sem vinir og eða með fjölskyldu og eiga skemmtilega stund við að takast á við að leysa verkefni og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, sem að þessu sinni er bókin Vestfirðir eftir Hjálmar R. Bárðarson.

Sýningin Verur á vappi opnar aftur daganna 6. og 8. apríl í Turnhúsinu.


Opið verður frá 13-16 báða daganna og FRÍTT INN!

Byggðasafnið er einnig með sýninguna Skipstjórnarnám á Vestfjörðum í 170 ár, sem sett var upp í tilefni af 170 ára sögu skipstjórnarnáms á Vestfjörðum.

Að sýningunni standa Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Menntaskólinn á Ísafirði, Háskólasetur Vestfjarða og Byggðasafn Vestfjarða. Þess má geta að safnið varðveitir fáeina muni sem tilheyrðu Torfa Halldórssyni sem var forsvarsmaður námsins hér á Ísafirði og síðar Flateyri. Þar er meðal annars forláta sænskur ríkisdalur sem Torfi varðveitti frá námsferð sinni í skjóðu sem einnig má sjá á sýningunni.

DEILA