Uppistand á Ísafirði og í Bolungavík

Eyþór Bjarnason er heimamaður sem er ísfirskur bolvíkingur og var með sitt fyrsta uppistand í febrúar 2020. Það gekk að sögn Eyþórs vonum framar og það var fullt hús sem sá frumraunina. Fyrir ári síðan hélt hann sýningu í Víkurbæ þar sem rúmlega 100 manns mættu. Síðan þá hefur hann þrætt flestar skemmtanir og árshátíðir á svæðinu. Núna ætlar hann að vera með sýningu á Dokkunn á Ísafirði 4 apríl og Verbúðinni í Bolungarvík 5 apríl.

DEILA