Tryggingastofnun ríkisins er með umboðsmann viðskiptavina

Umboðsmaður viðskiptavina er nýtt starf hjá TR sem Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir gegnir.

Hún mun leiðbeina lífeyrisþegum um meðferð mála hjá stofnuninni og þeim sem telja sig ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög eða reglur.

Jóhanna hefur starfað hjá TR í tæp 10 ár og þekkir því vel til réttindakerfisins. 

Umboðsmaður viðskiptavina veitir ráðgjöf og aðstoð við endurupptöku og kæruleiðir. Hann er hlutlaus þjónustuaðili fyrir lífeyrisþega og miðlar upplýsingum til þeirra. Erindi til umboðsmanns þurfa að vera skrifleg og berast á netfangið umbodsmadur@tr.is

DEILA