Strandið við Ennishöfða: enginn olíuleki sjáanlegur

Mynd: Landhelgisgæslan.

Flutningaskipið Wil­son Skaw frá Noregi, strandaði við Enn­is­höfða sunnan Kollafjarðar í Strandasýslu, á leið sinni frá Hvammstanga til Hólma­vík­ur í dag. Skipið er um 4.000 brútt­ót­onn að þyngd og um 113 metra langt.

Varðskipið Freyja kom á strandstað klukkan 19 í kvöld. Þyrla og skip Landsbjargar búin að vera á staðnum í dag. Kafarar Lanhelgisgæslunnar köfuðu og skoðuðu botn skipsins í kvöld. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að engin merki séu um olíuleka en skrokkurinn liggur á 40 metra kafla. Mengunarvarnargirðing kom á Hólmavík í kvöld og verður komið fyrir umhverfis skipið snemma í fyrramálið til að gæta fyllsta öryggis. Næstu skref verða metin í fyrramálið.

DEILA