Í dag hefst Skíðavikan formlega með setningu á Silfurtorgi klukkan 17:00 – þar munu Lúðrasveitin ásamt bæjarlistamanninum Gumma Hjalta koma fram og Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri setur hátíðina.
Að lokinni setningu verður sprettgangan og hefst hún klukkan 17:30.
Ennþá er opið fyrir skráningar og má skrá sig með að senda póst á skidavikan@isafjordur.is eða hringja í Skíðavikustjórann Ragnar Heiðar, í 865-1712.
Gleðilega Skíðaviku og gleðilega páska!