Bæjarstjórn hefur fallist á að breyta framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar fyrir endurbyggingu á 4.9 km kafla á Bíldudalsveg(63) um Mikladal frá gatnamótum Barðastrandarvegar að Kríuvötnum. leyfið var veitt í mars 2022 og var þá áætlaður framkvæmdatími 2 ár og stefnt var að því að klára að leggja bundið slitlag á 2 km 2022 og tæplega 3 km áþessu ári, framkvæmdarlokvoru áætluð 1. september 2023.
Gert var ráð fyrir að 8.800 rúmmetrar efnis kæmu úr námu á Hvalskeri en það verður ekki og verður efni í burðarlag sótt innan vinnusvæðisins með því að breikka skeringu um 6 metra úr 18 metrum í 24 metra.
Ekki kemur fram hvenær verklok eru nú áætluð.