Melódíur minninganna

Vorboðarnir koma nú hver á fætur öðrum en 1. maí opnar hið einstaka tónlistarsafn “Melódíur minninganna” á Bíldudal.  Nafnið er einstaklega vel við hæfi því safnstjórinn deilir með safngestum dýrmætum minningum um íslenskt tónlistarlíf síðastliðna hálfa öld.

Safnið er einkasafn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara og er í Reynimel að Tjarnarbraut 5 á Bíldudal. Best er að hafa samband við Jón og mæla sér mót til að skoða safnið í símum 456-2186 eða 847-2542.

Þeir sem hafa farið á safnið eru sammála um að það má enginn missa af því að kíkja á safnið og fá að heyra sögur úr íslensku tónlistarlífi frá fyrstu hendi. Einstök upplifun í hjarta Bíldudals sem Vestfirðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

DEILA