Kvótakerfið: auka gagnsæi í eignarhaldi á kvóta

Frá Ísafjarðarhöfn á sjómannadaginn. Mynd: verkvest.is.

Í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Matvælaráðuneytið í mars, var leitað svara við því hvað gæti aukið sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar var efst á blaði að auka gagnsæi í eignarhaldi á kvóta, en 67,6% benda á það. Næst var hækkun á veiðigjaldi en 66,2% nefndu það. Í þriðja sæti að að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á fiskinum 61,8%.

Athyglisvert er að í fjórða sæti var að banna framsal á kvóta með 52,7%. Nærri helmingur, eða 47,9% vilja auka veiðar smábáta og 46,9% vilja festa ákveðinn hluta kvótans við byggðarlög.

Nærri 30% vilja setja allan fisk á markað og draga út notkun á togviðafærum.

1.133 tóku þatt í könnuninni og þar af svöruðu 861 eða 76% þesssari spurningu og 24% vildu ekki svara.

Greining á svörunum eftir búsetu sýna að svör Vestfirðinga voru mjög í samræmi við heildarniðurstöðuna.

DEILA