Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: framlög til Reykjavíkur aukast um 756%

Frá Reykjavík.

Í samráðsgátt stjórnvalda er til kynningar drög að lagafrumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem lagt er til að úthluta fé sjóðsins á annan hátt en verið hefur. Munu sum sveitarfélög fá mun meira framlag úr sjóðnum en verið hefur og önnur fá mun minna.

Til Jöfnunarsjóðsins renna 2,1% af skatttekjum ríkissjóðs, auk 1,21% til jöfnunar vegna fatlaðs fólks og um 1% m.a. til jöfnunar vegna grunnskóla. Á þessu ári er áætlað að sjóðurinn hafi um 74 milljarða króna til úthlutunar.

Í meginatriðum eru breytingarnar fólgnar í því að núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlög eru felld niður og í þeirra stað komi eitt framlag. Þá verður tekið upp sérstakt framlag vegna byggðastuðnings og annað sem kallar er höfuðstaðarálag og rennur til sveitarfélaga sem veita þjónustu sem önnur sveitarfélög veita í minna mæli. Til þessara tveggja nýju verkefna verður árið 2026 ráðstafað liðlega einum milljarði króna. Í greinargerð segir að einkum eigi þetta við um Reykjavíkurborg og Akureyri.

Þau sveitarfélög sem helst fá aukin framlög skv tillögunum eru:

Árborg sem fær aukingu um 320 mkr. á ári eða um 44,1% og framlögin verða 1.044 m.kr.

Reykjavíkurborg , aukning um 209 m.kr. eða um 756% og fær 209 m.kr.

Múlaþing , auknin um 185 m.kr. eða um 18,2% og fær 1.201 m.kr.

Ísafjarðarbær, aukning um 171 m.kr. eða um 20,6% og fær 1.003 m.kr.

Reykjanesbær, aukning um 152 m.kr eða um 9,9% og fær 1.680 m.kr.

Önnur sveitarfélög munu fá verulega skerðingu á framlögum sínum. Lagt er til að skerða framlög hjá þeim sveitarfélgum sem ekki fullnýta útsvarsálagningarheimild. Mest er skerðingin hjá Akranesbær.

Akranesbær, skerðing um 242 m.kr. á ári eða um 40,6% og framlögin verða 355 m.kr.

Garðabær, skerðing um 205 m.kr. eða um 100%og framlögin verða 0

Seltjarnarnes, skerðing um 194 m.kr eða um 100%, framlögin verða 0

Bláskógabyggð, skerðing um 146 m.kr. eða um 96,3%, framlögin verða 6 m.kr.

DEILA