Framlengdur hefur verið frestur til 2. maí til þess að skila inn athugasemdum við aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir landfyllingu á Eyrinni norðanverðri til þess að auka byggingarland fyrir íbúðir. Áður var auglýst að fresturinn renni út 20. apríl.
Landfyllingin verður norðan Skutulsfjarðareyrar, nánar tiltekið frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4 sem er oftast er kallað Íshúsið. Megin landnotkun á fyllingunni verður íbúðarbyggð.
Breytingartillagan og umhverfismatsskýrsla eru til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og með mánudeginum 6. mars nk. til miðvikudagsins 19. apríl 2023 og hjá Skipulagsstofnun við Borgartún 7b í Reykjavík. Tillöguna er einnig hægt að skoða hér:
Tillaga til auglýsingar
Tillaga að breytingu – uppdráttur
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta gert athugasemdir við breytingartillöguna til 2. maí 2023. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar eða á skipulag@isafjordur.is .