Hundalógík Vinstri grænna

Ég spurði matvælaráðherra á þingi hvort að þess væri gætt við úthlutun byggðakvóta, að kvótinn færi ekki til fyrirtækja sem komin væru upp fyrir kvótaþakið, m.ö.o. ekki til fyrirtækja sem vísvitandi brjóta lög um stjórn fiskveiða?

Svarið var á þá leið að það væri ekki vegna þess að við úthlutun byggðakvótans væri verið að fara eftir reglugerð sem hún setti reyndar sjálf, en ekki beint eftir lögunum sjálfum!

Reglugerðin hennar gerir ekki ráð fyrir að sett séu þau eðlilegu skilyrði að útgerðir fari að lögum og þá einkum ákvæðum sem snúa að því að ekki sé úthlutað byggðakvóta til útgerða sem komnar eru upp fyrir kvótaþakið.

þessi hundalógík matvælaráðherra sýnir í fyrsta lagi hve hún gengur langt í sleikjugangi gagnvart örfáum auðmönnum og svo  að hún setur markmið og ákvæði laga um stjórn fiskveiða til hlilðar í flaðri sínu.

Sigurjón Þórðarson

DEILA