Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur áfram hringferð sinni um landið dagana 20. – 22. apríl og er nú á Vestfjörðum
- Í gær heimsótti þingflokkurinn Akranes, Búðardal og Patreksfjörð.
- Í dag föstudag sækir þingflokkurinn Tálknafjörð, Bíldudal, Mjólkárvirkjun, Flateyri, Ísafjörð og Bolungarvík heim.
- Á morgun laugardag heimsækir þingflokkurinn Súðavík og Hólmavík.
Hringferð þingflokks hófst í febrúar en þá heimsótti þingflokkurinn Vesturland (að undanskildu Akranesi og Búðardal), Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland og Suðurnes.
Síðar í vor mun þingflokkurinn heimsækja Vestmannaeyjar og að lokum verður höfuðborgarsvæðið sótt heim.
Hringferðin er sú fimmta í röðinni síðan fyrsta ferðin var farin í febrúar 2019 og er orðin að árlegum viðburði.
Hringferðir gefa bæði þingmönnum flokksins og íbúum um land allt einstakt tækifæri til að hittast og ræða saman.