Eldri borgarar í bogfimi á Reykhólum

Á morgun miðvikudaginn 26. apríl verður samstarfsdagur eldri borgara á Reykhólum, Dölum og Ströndum í íþróttahúsinu á Reykhólum.

Þar verður m.a. boðið upp á kennslu í bogfimi, almenna gleði, skemmtilega samveru og léttar veitingar á milli klukkan 11:30-14:00.

Tilvalið að taka þátt hvort sem það er allan tímann eða bara til að kíkja við.

Ungir eldri borgarar eru sérstaklega hvattir til að mæta, og þeir sem langar ekki í bogfimi geta bara fengið sér kaffisopa og spjallað um daginn og veginn.

DEILA