Dynjandi: tveir útsýnispallar í undirbúningi

Afstöðumynd af útsýnispalli 4 við Stromp.

Umhverfisstofnun hefur sótt um og fengið samþykkt hjá Ísafjarðarbæ byggingarleyfi fyrir smíði og uppsetningu tveggja útsýnispalla við Strompgljúfrafoss og Dynjanda. Eins er um að ræða stígagerð og lagfæringar á eldri stígum. Um er að ræða tvo af fimm útsýnispöllum sem skipulagðir voru á svæðinu.

Fyrir átta árum gaf Umhverfisstofnun úr framkvæmdaáætlun fyrir Dynjanda og var framkvæmdum raðað niður á árin 2016- 2020. Um var að ræða bílastæði, hreinlætisaðstöðu, göngustíga og útsýnisstaði.

Útsýnispallarnir sem nú hefur fengist byggingarleyfi fyrir voru ráðgerðir árið 2017 og eru því sex árum á eftir áætlun ef þeir verða byggðir í ár.

Yfirlitsmynd sem sýnir útsýnispalla 4 og 5.
Efsti útsýnispallurinn Ú5 samkvæmt reikningu.

DEILA