Bíldudalur: Golfklúbburinn hyggst stækka skálann

Golfklúbbur Bíldudals hefur sótt um heimild til viðbyggingar við húsnæði Golfklúbbsins að Hóli í Bíldudal. Áformað er að breyta þaki úr valmaþaki í eina burst með tveimur kvistum og byggja við húsið geymslu fyrir golfbíla og kerrur.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar tók erindið fyrir á 105. fundi sínum þar sem það samþykkti áformin og telur það ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

Bæjarráðið samþykkti á mánudaginn áformin fyrir sitt leyti sem landeigandi.

Mynd af fyrirhugaðri stækkun.

DEILA