Bíldudalur: Arnarlax stækkar vatnshreinsistöð

Arnarlax hefur sótt um heimild til stækkunar á vatnshreinsistöð á Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Áformað er að bæta við tveimur 8×2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni. Laxasláturhús Arnarlax er á Bíldudal. Sótt er um stækkun á byggingarreit lóðarinnar.

Hafna- og atvinnumálaráð Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4 og Strandgötu 5, 6 og 7.

Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Málið gengur til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Síðasti fundur bæjarstjórnar var 15. mars sl.

DEILA