999 íbúar í Bolungavík

Tjaldsvæðið í Bolungavík. Mynd: Finnbogi Bjarnason.

Als voru 999 íbúar í Bolungavík þann 1. apríl sl samkvæmt nýjum íbúatölum sem Þjóðskrá birti nú í hádeginu. Fjölgað hefur um 10 íbúa frá 1. desember 2022. Áfram heldur að fjölga í Vesturbyggð og eru nú 1.177 íbúar í sveitarfélaginu. Hefur þeim fjölgað um frá 1. desember sl. Alls voru 7.397 með lögheimili á Vestfjörðum.

Í heild hefur fjölgað um 27 íbúa á Vestfjörðum síðustu fjóra mánuði, mest um 10 í Bolungavík og um 9 í Ísafjarðarbæ. Þá hefur fjölgað um 5 í Kaldrananeshreppi.

Í sjö sveitarfélögum fjölgaði íbúum en fækkaði í tveimur. Fjölgunin í fjórðungnum nam 0,4%.

Íbúum fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 2,4% sem er fjölgun um 742 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 3.582 frá 1. desember 2022 til. 1. apríl 2023 sem er um 0,9%.

Tölu Þjóðskrá um íbúafjölda 1.4. 2023.

DEILA