Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vestra skrifuðu undir samstarfssamning í gær.
Samstarfið snýst um að að iðkendur hjá Vestra sem koma suður til lengri eða skemmri tíma geta sótt æfingar hjá hjá Breiðabliki í sínum flokkum.
Einnig munu þjálfarar Vestra í yngri flokkum geta sótt fræðslu með þjálfurum Breiðabliks eftir því sem hentar og tekið þátt í faglegu starfi.
Iðkendur í Breiðabliki geta líka sótt æfingar hjá Vestra þegar þeir dvelja þar á félagssvæðinu.
Með þessu samstarfi vilja félögin stuðla saman að frekari uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu og að sem flestir iðkendur geti sótt æfingar og fengið þjálfun við hæfi.