Skráning er hafin á Tungumálatöfra og Töfraútivist 8. – 13. ágúst 2023. Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir 5–10 ára börn sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Töfraútivist Tungumálatöfra er hressandi útivistarnámskeið fyrir 11-15 ára sem fram fer á Flateyri og nágrenni. Kennt er frá 10-14 á daginn, þriðjudag til laugardags. Börn koma með hollt nesti með sér. Báðum námskeiðum lýkur síðan með Töfragöngu á Ísafirði sunnudaginn 13. ágúst frá kl. 11-13.
Tungumálatöfrar er fyrir 5-10 ára börn og Töfraútivist er fyrir 11-15 ára börn.
Forseti Íslands sendi öllum jarðarbúum í síðasta mánuði hamingjuóskir með alþjóðadag móðurmálsins og sagði að íslenskan fengi hans atkvæði í dag.
„Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi tungumála í samfélagi okkar mannfólksins, mikilvægi fjölbreytni og mikilvægi þess að við getum notað okkar eigin tungumál á eigin vettvangi. Hér heima þurfum við til dæmis að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi og við þurfum að leitast við að fólki, sem hingað flyst að utan, verði bæði gert kleift að læra íslensku og eigið mál frá heimalandinu eftir bestu getu.“
Hugmyndin að verkefninu vaknaði árið 2016 þegar áhugafólk um fjöltyngi fundaði á Ísafirði. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er formaður stjórnar Tungumálatöfra sem rekið er í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg, Ísafjarðarbæ og fleiri fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Anna Sigríður Ólafsdóttir var nýlega ráðin til Tungumálatöfra sem verkefnastjóri.
Námskeiðinu er ætlað að örva íslenskukunnáttu þar sem íslenska er annað mál barnanna eða eitt af mörgum tungumálum. Námskeiðið hentar bæði börnum sem búa erlendis og vilja styrkja sig í íslenskunni og tengsl sín við landið, sem og nýjum Íslendingum sem eiga annað tungumál að móðurmáli og vilja bæta íslenskukunnáttu sína. Tungumálatöfrar eru haldnir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og útivistarnámskeiðið á Flateyri. Rík áhersla er á listsköpun í allri kennslu og læra börnin í gegnum tónlist, myndlist, leiklist og dans.
Þátttökugjald er 29.950 krónur per barn
Affsláttur: Systkini: 55.000 krónur fyrir 2 systkini / 82.500 krónur fyrir 3 systkini (afslátturinn gildir fyrir bæði námskeið).
50% afsláttur á námskeiðsgjöldum er fyrir félaga Verkvest / Sjómanna- og verkalýðsfélags Bolungarvíkur sem vilja senda börnin sín á Tungumálatöfra.
Námskeiðsgjald þarf að borga fyrir 15. júlí inn á eftirfarandi reikning til að staðfesta þátttöku:
Tungumálatöfrar, félagasamtök
Kt: 550120-2670
Bnr: 0156-26-200092
Sendið svo tölvupóst á tungumalatofrar@gmail.com með bankakvittun til staðfestingar.