Framsóknarflokkurinn fengu mest fylgi á vestanverðu landinu í Alþingiskosningum samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin fór fram dagana 3. til 13.febrúar 2023 og voru 1.892 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Sundurliðun svaranna eftir búsetu fylgir ekki alveg kjördæmum á landsbyggðinni. Birtar eru tölur fyrir Vesturland og Vestfirði saman en Húnavatnssýslur og Skagafjörður sem tilheyra Norðvesturkjördæmi á samt Vesturlandi og Vestfjörðum eru færðar með Norðurlandi. En engu að síður eru Vesturland og Vestfirðir um 3/4 af Norðvesturkjördæmi svo ætla má að tölur í könnun Maskínu gefi góða vísbendinu um stöðuna í kjördæminu.
Fram kemur að Framsóknarflokkurinn mælist með mest fylgi á Vesturlandi og Vestfjörðum eða 22,7%. Samfylkingin tekur stórt stökk og tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum og mælist með 20,5% og er næst á eftir Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn sígur niður í þriðja sæti og mælist með 19,7%.
Vikmörk eru ekki gefin upp en líklegt er að munurinn á þessum þremur flokkum sé innan skekkjumarka.
Píratar kom næstir með 10,4% fylgi í könnuninni.
Þessi fjórir flokkar skipta milli sín kjördæmasætunum sjö, tveir hver nema Píratar með einn. Næst því að komast inn sem kjördæmakjörinn er þriðji maður Framsóknarflokksins.
Fimm flokkkar mælast með fylgi töluvert minna eða frá 4,5% – 6,5%. Vinstri grænir , sem eru með eitt þingsæti í kjördæminu mælast með aðeins 4,9% og Flokkur fólksins fá 4,8% og missa báðir kjördæmaþingsæti. Framsókn tapar einu þingsæti. Samfylkingin myndi vinna tvö þingsæti og Píratar eitt. Miðflokkurinn er í dag með jöfnunarsætið og mælist nú með 6,2%.