María Júlía komin til Akureyrar

Frá Akureyri. Myndir: Hollvinasamtök Maríu Júlíu.

Varðskipið Þór flutti Maríu Júlíu til Akureyrar þar sem hún verður tekin í slipp á næstu dögum til hreinsunar og yfirferðar. Hollvinasamtök Maríu Júlíu segja að skipið hafi staðið sig vel í árauninni. „Hún fékk á sig vindöldu og þrátt fyrir hreyfinguna þá hélt hún sjó og Þór losaði hana í gær úr festum á ytri höfninni.“ Ferðin sýni að hún sé vel smíðað skip.

Móttökunefnd Hollvinasamtaka Maríu Júlíu. Á myndinni eru frá vinstri Björn Erlingsson, Hörður Sigurbjarnason og Kristján Ben Eggertsson.
DEILA